Framtíðarplön

Ég er alveg að missa mig yfir kennsluskránni! …af því að hún er svo spennandi. Ég er líka að vinna í því núna að ákveða hvernig ég á að klára þetta blessaða nám mitt…og ég sem er nýbyrjuð.

Núna er planið mitt sem sagt að taka bókasafns- og upplýsingafræði til 90 eininga en hafa inní því 15 einingar af annaðhvort þjóðfræði eða safnafræði. Ég bara veit ekki hvort það á að á að vera þjóðfræði eða safnafræði.
Ef ég tek þjóðfræði þá fer ég í Inngang að þjóðfræði, Efnismenning: hlutirnir, heimilið, líkaminn og Þjóðfræði samtímans: álfar, innflytjendur og hryðjuverkamenn. Ef ég tek safnafræði þá fer ég í Inngangur að miðlun, Fornleifavernd og Sagnfræði og söfn: heimildafræði og miðlun.

Ef ég verð súperdugleg þá get ég útskrifast í júní 2005 en raunhæft plan er október 2005. Já, ég er alltaf svo mikið að flýta mér…en það er alveg óvart.

Svo er ég komin með massívt plan um hvað ég ætla að gera eftir útskrift…eða ekki.

Jæja, er farin að sofa. Góða nótt!