Skjölin lifna við

Við Óli eyddum laugardeginum okkar á afskaplega heilbrigðan hátt. Við fórum á ráðstefnu sem haldin var á vegum Borgarskjalasafns, Sagnfræðingafélagsins og Sögufélagsins í tilefni af 50 ára afmæli Borgarskjalasafns. Þar voru fluttir sex fyrirlestrar, þar af einn sem fluttur var af besta og frægasta bloggara landsins. Fyrirlestrarnir voru svona misáhugaverðir en í heild var þetta mjög skemmtilegt. Salurinn var fullur af fólki í eldri kantinum, svo að við Óli drógum meðalaldurinn niður um þónokkuð mörg ár.

Jóhanna, aðdáandi minn nr. 1 (er það ekki annars? :)), var fundarstjóri. Hún var svo einstaklega heppinn að þurfa að reyna að hafa hemil á Pétri Péturssyni (fyrrverandi þuli) í fyrirspurnatímunum. Pétur var nefnilega ekkert að spyrja um neitt sérstakt heldur bara að miðla af viskubrunni sínum og hann gat haldið endalaust áfram. Kallinn er reyndar mjög skemmtilegur en þetta var kannski ekki alveg viðeigandi þarna.

Í hléinu var svo boðið uppá úrvals veitingar, tertur og smurt brauð. Ég fékk mér þrjár sneiðar af meiriháttar góðu brauði, það var smurt með sinnepi og áleggið var kjúklingabringa, beikon, laukur og baunaspírur…þvílíkt nammi! Og svo fékk ég mér eina sneið af tertu sem var líka mjög góð.

Sem sagt undarlegur en góður laugardagur. Kvöldinu verður svo eytt í Popppunktsgláp og lærdóm.

One thought on “Skjölin lifna við”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *