Óspennandi blogg

Jæja, nú er það einn eitt hlutaprófið í aðferðafræði sem er á dagskrá…og ég auðvitað á síðustu stundu eins og venjulega…er reyndar kannski óvenju tímanlega í þetta skiptið, er byrjuð að læra núna og prófið er ekki fyrr en á laugardag.

Var annars aðeins að skoða bloggið…og vá hvað það er óspennandi!
Samkvæmt blogginu þá geri ég varla annað en að læra, taka til og vera veik. Svo kemur einstaka sinnum fyrir að ég skrifi um e-ð sem er í sjónvarpinu eða um tónlist. Það gerist líka æ sjaldnar að ég skrifi e-ð um vini eða vandamenn.

Ég vil bara láta ykkur vita að bloggið gefur ekki raunsanna mynd af lífi mínu! Ég lifi mjög skemmtilegu og innihaldsríku lífi. Ég bara virðist ekki hafa þörf fyrir að skrifa um það sem mér finnst skemmtilegast. Spurning hvort ég ætti að reyna að bæta úr því…?

Lifið heil!

3 thoughts on “Óspennandi blogg”

  1. Æ, þetta er bara svo týpískt. Maður notar stundum blogg eins og öxl. Svo koma líka tímar þar sem maður gerir ekkert annað en að læra, taka til og vera veikur. Eða jafnvel þurfa að læra, gera það ekki, þurfa að taka til, gera það ekki heldur og vera bara hundveikur 😉

  2. Er ekki bara kominn tími til þess að trúa lesendum þínum fyrir því að þú lifir tvöföldu lífi og eyðir mestum þínum tíma í appelsínugulum náttfötum að elta uppi illmenni sem eru með bækur í vanskilum?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *