Páskaplan

Það er nánast orðið ákveðið að ég fer til Norðfjarðar um páskana. Jibbý! Ég hlakka mikið til, enda ekki farið þangað síðan í desember 2001 og þá stoppaði ég bara í einn dag. Markmiðið með ferðinni er fyrst og fremst að heimsækja afa en auðvitað líka að kíkja á aðra ættingja og fleira skemmtilegt.
Ætla svo að taka með mér lesefnið í Starfsemi og rekstri bókasafna og upplýsingamiðstöðva og reyna að vera dugleg að lesa inná milli skemmtiatriða.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *