Rigning, Kínamatur og lærdómur

Nú er úti veður vott! Við Óli skruppum út í Odda til að skila verkefni og komum heim alveg sundrennandi eftir þessa stuttu göngu. En það var MJÖG hressandi og það er komin þvílíkt góð gróðurlykt 🙂

Núna erum við bara að bíða eftir því að fá sendan kínverskan mat frá Indókína…ummm…hlakka til að borða.

Hef annars bara verið að læra og læra og læra síðustu daga…hef varla farið út úr húsi. Þetta er allt smá saman að síast inní hausinn á mér…vona að það dugi til.

En maturinn kominn…

Þvottahúsmál

Hvað er málið með fólkið sem er að þvo um miðjar nætur og það á prófatíma?
Hvað er málið með fólkið sem lætur þvottinn sinn hanga niðrí þvottahúsi í marga daga eða jafnvel vikur?
Hvað er málið með fólkið sem geymir óhreina tauið sitt í þvottahúsinu?
Hvað er málið með fólkið sem skráir sig ekki fyrir þvottavélinni?
Hvað er málið með fólkið sem gleymir þvottinum sínum í vélinni í marga tíma?
Hvað er málið? Er erfitt að fara eftir eðlilegum umgengisreglum í sameiginlegu þvottahúsi?

Sumarið er tíminn

Sumardagurinn fyrsti var ósköp ljúfur. Fljótlega eftir að hin fimm ára gömlu hjónaleysi vöknuðu (sem var í seinna lagi) fóru þau á American Style…svona í tilefni dagsins. Svo fóru litlu hjónaleysin í gönguferð og gengu í kringum Skerjafjörðinn (hverfið sko) og flugvallarsvæðið…sem er btw svakalegt flykki. Gönguferðin var mjög hressandi enda var veðrið frábært.

Núna áðan var ég svo að fá sumargjöf frá móður minni elskulegri. Ég fékk Clarins ilmvatn og sturtugel, mjöööög góð lykt af því 🙂 Mamma sendi svo nokkrar jólamyndir með þ.á.m. eina stórskemmtilega af mér og Óla fyrir framan jólatréð.

Næst á dagskrá hjá mér er svo próflestur. Hann mun vara í tvær vikur…en eftir nákvæmlega tvær vikur þá verð ég búin í prófunum. Eiginlega finnst mér það ógnvekjandi því það er svo margt sem ég á eftir að læra…en þetta hlýtur að hafast eins og venjulega.

Eftir tvær vikur byrjar svo sumarfríið og það verður bara stanslaus gleði í 4 mánuði 🙂 Jibbý!

Góðar stundir…

Jæja

Ekkert föstudagsskap þessa vikuna, enda var ég alls ekki í föstudagsskapi í gær, eyddi deginum að mestu í að vera hálfpirruð og endaði með því að gera mestlítið af viti. En svo fór ég til stelpnanna í gærkvöldi og það var fínt.

Páskafríð var skemmtilegt, fór til Norðfjarðar með Svenna og Hrönn og var þar í rúma 4 daga. Eyddi tímanum þar í að heimsækja gamlar frænkur og aðra ættingja, borða góðan mat, skoða myndir með afa, fara í gönguferðir með mömmu („uppá garð“ og útí Páskahelli), synda og fleira.

Hef haft undarlegar draumfarir síðustu nætur. Allt mjög raunverulegir draumar sem framkalla sterkar tilfinningar, ýmis jákvæðar eða neikvæðar.

Ég hef mikið verið að velta því fyrir mér hvort ég ætti að bloggdeyja eða taka mér bloggpásu…það er nokkuð ljóst að ég nenni þessu varla (nei, er það virkilega?!!).

Góða helgi!

Föstudagsskap III

Ég átti nú eiginlega frekar von á dauða mínum heldur en því að fyllast skyndilega óbilandi viðskiptafræðiáhuga. Viðskiptafræði var svona álíka fjarlæg mér og læknis- eða hjúkrunarfræði (þeir sem þekkja mig vita að ég get ekki talað um blóð áfallalaust, svo að ég efast um að ég gæti höndlað fyrirlestra í þeim greinum). En já…viðskiptafræðiáhugi minn kviknaði reyndar ekki alveg af sjálfu sér, það vill bara svo til að ég er núna í námskeiði sem heitir Skjala- og önnur upplýsingastjórn og þar er m.a. verið að fjalla um gæðastjórnun, þekkingarstjórnun og mannauðsstjórnum (jájá, voða fínt orð, er það sama og starfsmannastjórnun) og það vill svo til að þetta fellur allt undir viðskiptafræði en tengist bókasafns- og upplýsingafræðin talsvert. Þ.e.a.s. þú hefur ekki almennilega gæða-, þekkingar- eða mannauðsstjórnun án þess að hafa góða skjalastjórnun.

Svo að núna er draumurinn að fara í Háskólann í Reykjavík (já og borga múltímonní í skólagjöld) og taka diplómu í Stjórnun og starfsmannamálum. Það lítur út fyrir að vera mjög spennandi og eiginlega bara ekkert námskeið sem leit út fyrir að vera leiðinlegt nema kannski Fjárhagsbókhald (en maður lærði nú svo mikið í bókfærslunni hjá Ástu Ólafs að það verður pís of keik).

En ég ætla nú að byrja á því að klára bókasafns-og upplýsingafræðina fyrst samt og líka vinna svolítið fyrst (til að safna fyrir skólagjöldunum skiljiði) svo að þessu verður skellt á framtíðarplanið með Náms- og starfsráðgjafarnáminu og Kennsluréttindanáminu. En vá hvað ég er spennt fyrir þessu!

En ég er ennþá í föstudagsskapi…og stefnir bara í ágætis föstudagskvöld, úrslit í Gettu Betur og svo getur vel verið að ég skelli mér í afganga frá afmælisveislunni sem ég var í í gærkvöldi…þar voru mjög jummígóðar veitingar.

Góða helgi!