Föstudagsskap III

Ég átti nú eiginlega frekar von á dauða mínum heldur en því að fyllast skyndilega óbilandi viðskiptafræðiáhuga. Viðskiptafræði var svona álíka fjarlæg mér og læknis- eða hjúkrunarfræði (þeir sem þekkja mig vita að ég get ekki talað um blóð áfallalaust, svo að ég efast um að ég gæti höndlað fyrirlestra í þeim greinum). En já…viðskiptafræðiáhugi minn kviknaði reyndar ekki alveg af sjálfu sér, það vill bara svo til að ég er núna í námskeiði sem heitir Skjala- og önnur upplýsingastjórn og þar er m.a. verið að fjalla um gæðastjórnun, þekkingarstjórnun og mannauðsstjórnum (jájá, voða fínt orð, er það sama og starfsmannastjórnun) og það vill svo til að þetta fellur allt undir viðskiptafræði en tengist bókasafns- og upplýsingafræðin talsvert. Þ.e.a.s. þú hefur ekki almennilega gæða-, þekkingar- eða mannauðsstjórnun án þess að hafa góða skjalastjórnun.

Svo að núna er draumurinn að fara í Háskólann í Reykjavík (já og borga múltímonní í skólagjöld) og taka diplómu í Stjórnun og starfsmannamálum. Það lítur út fyrir að vera mjög spennandi og eiginlega bara ekkert námskeið sem leit út fyrir að vera leiðinlegt nema kannski Fjárhagsbókhald (en maður lærði nú svo mikið í bókfærslunni hjá Ástu Ólafs að það verður pís of keik).

En ég ætla nú að byrja á því að klára bókasafns-og upplýsingafræðina fyrst samt og líka vinna svolítið fyrst (til að safna fyrir skólagjöldunum skiljiði) svo að þessu verður skellt á framtíðarplanið með Náms- og starfsráðgjafarnáminu og Kennsluréttindanáminu. En vá hvað ég er spennt fyrir þessu!

En ég er ennþá í föstudagsskapi…og stefnir bara í ágætis föstudagskvöld, úrslit í Gettu Betur og svo getur vel verið að ég skelli mér í afganga frá afmælisveislunni sem ég var í í gærkvöldi…þar voru mjög jummígóðar veitingar.

Góða helgi!

One thought on “Föstudagsskap III”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *