Jæja

Ekkert föstudagsskap þessa vikuna, enda var ég alls ekki í föstudagsskapi í gær, eyddi deginum að mestu í að vera hálfpirruð og endaði með því að gera mestlítið af viti. En svo fór ég til stelpnanna í gærkvöldi og það var fínt.

Páskafríð var skemmtilegt, fór til Norðfjarðar með Svenna og Hrönn og var þar í rúma 4 daga. Eyddi tímanum þar í að heimsækja gamlar frænkur og aðra ættingja, borða góðan mat, skoða myndir með afa, fara í gönguferðir með mömmu („uppá garð“ og útí Páskahelli), synda og fleira.

Hef haft undarlegar draumfarir síðustu nætur. Allt mjög raunverulegir draumar sem framkalla sterkar tilfinningar, ýmis jákvæðar eða neikvæðar.

Ég hef mikið verið að velta því fyrir mér hvort ég ætti að bloggdeyja eða taka mér bloggpásu…það er nokkuð ljóst að ég nenni þessu varla (nei, er það virkilega?!!).

Góða helgi!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *