Þvottahúsmál

Hvað er málið með fólkið sem er að þvo um miðjar nætur og það á prófatíma?
Hvað er málið með fólkið sem lætur þvottinn sinn hanga niðrí þvottahúsi í marga daga eða jafnvel vikur?
Hvað er málið með fólkið sem geymir óhreina tauið sitt í þvottahúsinu?
Hvað er málið með fólkið sem skráir sig ekki fyrir þvottavélinni?
Hvað er málið með fólkið sem gleymir þvottinum sínum í vélinni í marga tíma?
Hvað er málið? Er erfitt að fara eftir eðlilegum umgengisreglum í sameiginlegu þvottahúsi?

3 thoughts on “Þvottahúsmál”

  1. Þetta er sennilega eitt af þeim atriðum sem Svíar láta fara mest í taugarnar á sér. Það er gríðarlegur kúltúr í kringum þetta allt saman, umgengni og tímapantanir. Hjónagarðarnir eru eiginlega hálf sænskt samfélag.

    KG

  2. Meðan þú ert að þessu þá mættirðu líka bæta við hvað málið er með fólk sem stelur annara manna fötum. Væntanlega einhverjir Svíar …

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *