Rigning, Kínamatur og lærdómur

Nú er úti veður vott! Við Óli skruppum út í Odda til að skila verkefni og komum heim alveg sundrennandi eftir þessa stuttu göngu. En það var MJÖG hressandi og það er komin þvílíkt góð gróðurlykt 🙂

Núna erum við bara að bíða eftir því að fá sendan kínverskan mat frá Indókína…ummm…hlakka til að borða.

Hef annars bara verið að læra og læra og læra síðustu daga…hef varla farið út úr húsi. Þetta er allt smá saman að síast inní hausinn á mér…vona að það dugi til.

En maturinn kominn…

One thought on “Rigning, Kínamatur og lærdómur”

  1. Einu sinni fékk ég fiskbein í matnum mínum frá Indókína…Það óhugnalega var að við vorum ekki að borða neinn fisk!!!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *