Fordómar

Ég ÞOLI EKKI fordóma höfuðborgarbúa gagnvart landsbyggðarfólki og ég ÞOLI EKKI fordóma landsbyggðarfólks gagnvart höfuðborgarbúum. Mér finnst eins og allt íslenska samfélagið sé gegnsýrt af þessum fordómum, allavega er ég hvað eftir annað að rekast á þessa fordóma.

Ég varð fyrst vör við svona fordóma þegar ég var 11 ára. Þá var í heimsókn hérna í Reykjavík og var í afmæli hjá litlum frænda mínum. Þar var einhver eldri kona sem hélt því fram að það hlýti nú bara að vera eins og að fara til útlanda…fyrir mig að koma til Reykjavíkur! Jújú…vissulega er fleira fólk hérna, fleiri hús, fleiri bílar, fleiri búðir o.s.frv. en þetta er ekki eins og fara til útlanda. Þegar ég var 11 ára hafði ég reyndar aldrei farið til útlanda…en mér fannst þetta svo mikil fásinna…að ég er eiginlega ekki búin að jafna mig ennþá.
En það eru margir sem virðast halda að Vopnafjörður og Reykjavík séu ekki í sama landi.

Ég gæti tjáð mig endalaust um þetta…en læt þetta duga í bili.