Gönguæði

Mig langar alveg óskaplega til að fara í gönguferð. Og þá meina ég svona langa gönguferð um óbyggðir. Fékk lánaða göngubók um Hornstrandir á bókasafninu og varð alveg sjúk. Það er á planinu að fara þangað innan fimm ára. Ef ég fer ekki í gönguferð ætla ég að minnsta kosti að fara til Hesteyrar, en það er hægt að sigla þangað frá Ísafirði.
Í dag var ég svo að skoða heimasíður Útivistar og Ferðafélagsins…og varð enn meira sjúk…mig langar að svvvvooooo!
Ég ætla að byrja þetta gönguæði mitt með því að fara á Esjuna í sumar og svo langar mig líka að ganga það sem ég held að heiti Selvogsgata…og liggur frá Hafnarfirði yfir að Strandakirkju í Árnessýslu.
Hvern langar að koma með mér?

Langt síðan síðast

Jæja, nú er liðinn rétt rúmlega mánuður síðan ég skrifaði hérna síðast…ég get því verið nokkuð viss um að allir eru löngu hættir að kíkja inná síðuna.

Það er aðallega fernt sem hefur verið að gerast í lífi mínu síðasta mánuðinn; próf, andlát Ingu ömmu hans Óla, Kaupmannahafnarferð og sauðburður. Sem sagt „hressandi“ kokteill af gleði og sorg, erfiðleikum og skemmtilegheitum.

Núna er ég svo farin að vinna aftur hjá Borgarbókasafninu sem er mjög fínt.

Jæja, ætlaði bara að láta vita af mér…byrja kannski af krafti í bloggi aftur eða ekki. Eins og venjulega…sjáum til.