Langt síðan síðast

Jæja, nú er liðinn rétt rúmlega mánuður síðan ég skrifaði hérna síðast…ég get því verið nokkuð viss um að allir eru löngu hættir að kíkja inná síðuna.

Það er aðallega fernt sem hefur verið að gerast í lífi mínu síðasta mánuðinn; próf, andlát Ingu ömmu hans Óla, Kaupmannahafnarferð og sauðburður. Sem sagt „hressandi“ kokteill af gleði og sorg, erfiðleikum og skemmtilegheitum.

Núna er ég svo farin að vinna aftur hjá Borgarbókasafninu sem er mjög fínt.

Jæja, ætlaði bara að láta vita af mér…byrja kannski af krafti í bloggi aftur eða ekki. Eins og venjulega…sjáum til.

One thought on “Langt síðan síðast”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *