Gönguæði

Mig langar alveg óskaplega til að fara í gönguferð. Og þá meina ég svona langa gönguferð um óbyggðir. Fékk lánaða göngubók um Hornstrandir á bókasafninu og varð alveg sjúk. Það er á planinu að fara þangað innan fimm ára. Ef ég fer ekki í gönguferð ætla ég að minnsta kosti að fara til Hesteyrar, en það er hægt að sigla þangað frá Ísafirði.
Í dag var ég svo að skoða heimasíður Útivistar og Ferðafélagsins…og varð enn meira sjúk…mig langar að svvvvooooo!
Ég ætla að byrja þetta gönguæði mitt með því að fara á Esjuna í sumar og svo langar mig líka að ganga það sem ég held að heiti Selvogsgata…og liggur frá Hafnarfirði yfir að Strandakirkju í Árnessýslu.
Hvern langar að koma með mér?

3 thoughts on “Gönguæði”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *