Ég er ekki hætt að blogga. Mig hefur bara ekki langað að blogga lengi. Samt hugsa ég reglulega í bloggum. Er stundum búin að móta bloggfærslu í huganum, en hún kemst ekki niður í puttana og á skjáinn. Sumar komast fram á varirnar, sumar geymi ég í huganum, aðrar eru glataðar að eilífu. En hvað með það?

Sumarið er bráðum búið. Ég er búin að gera heilmargt í sumar, en eins og venjulega ekki nógu mikið. Hvenær skyldi ég sætta við að gera ekki nógu mikið? Búið að vera ágætt sumar, en ég hlakka til vetrarins. Eins og venjulega þá lifi ég í framtíðinni.

Var ég búin að minnast á að Walkabout með Sugarcubes er yndislegt lag?