Ég er ekki hætt að blogga. Mig hefur bara ekki langað að blogga lengi. Samt hugsa ég reglulega í bloggum. Er stundum búin að móta bloggfærslu í huganum, en hún kemst ekki niður í puttana og á skjáinn. Sumar komast fram á varirnar, sumar geymi ég í huganum, aðrar eru glataðar að eilífu. En hvað með það?

Sumarið er bráðum búið. Ég er búin að gera heilmargt í sumar, en eins og venjulega ekki nógu mikið. Hvenær skyldi ég sætta við að gera ekki nógu mikið? Búið að vera ágætt sumar, en ég hlakka til vetrarins. Eins og venjulega þá lifi ég í framtíðinni.

Var ég búin að minnast á að Walkabout með Sugarcubes er yndislegt lag?

One thought on “…”

 1. Sæl frænka…

  ÉG skammast mín…

  ÉG gerði hérna fyrir hálfu ári dauðaleit af gestabók á síðunni þinni…og heldurru að frúin hafi ekki tekið eftir því ÁÐAN! að það séu stafir hérna á síðunni sem að eru raðaðir í röð og kallaðir því einfalda nafnið ATHUGASEMDIR!

  Ó JÁ SVONA ER ÞETTA…

  Ég sé sossem engar Athugasemdir við bloggið þitt, það er kannski þessvegna sem að ég tók aldrei eftir þessu…..=) en jæja…

  Glæsilega síða hjá þér að vanda, skoða hana mjög reglulega…en farðu nú að blogga meira kona!

  Meira hef ég ekki að segja í heimsku minni…=)

  Bless bless

  Ingibjörg Ólafs……..

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *