Kennaraverkfall

Deilendur í kennaradeilunni ætla ekki að hittast aftur fyrr en 4. nóvember! Það eru tvær vikur þangað til! Og þá verður verkfallið búið að standa einn og hálfan mánuð!

Mér finnst þetta fáránlegt. Kröfur kennara eru að ég held ekkert ósanngjarnar (svo er reyndar spurning hvort það eru sveitarfélögin eða ríkið sem eiga að brúa bilið) og það er „ólíðandi“ að 20% þjóðarinnar séu verklaus í svona langan tíma bara út af „nokkrum krónum“.