Náttúrugripasafn Íslands

Í dag fórum við í Safnafræðinni í heimsókn á Náttúrufræðistofnun Íslands. Það var mjög merkileg upplifun. Þar fengum við að sjá margt og mikið og ég lærði alveg heilmikið.

Það sem kom mér kannski mest á óvart er að þarna er lítið Náttúrugripasafn, það hafði ég aldrei nokkurntíma heyrt um. Kannski er ekkert skrýtið að ég hafi ekki heyrt um það því að safnið er frekar lítið og þarna hefur verið sama sýningin óbreytt frá árinu 1985, enda er það eins og að stíga til fortíðar að koma þarna inn. Sýningin er svo sem ekkert slæm en maður sér strax að þetta er gömul sýning t.d. vegna þess að munirnir (t.d. blóm) eru upplitaðir og það er mikill texti en ekkert á ensku eða öðrum tungumálum en íslensku. Ég dauðvorkenndi konunni sem var að vinna þarna því það virtist ekki vera mikið að gera, enda koma ekki nema um 5000 gestir á ári og þá eru skólahópar taldir með.
Þó að skólahópar komi þarna töluvert þá er engin safnkennsla því það er enginn aðstaða til þess. Það eru t.d. engir munir sem má handfjatla og enginn fyrirlestrarsalur eða kennslustofa.
Svo er þetta blessaða safn uppá 3. hæði í lyftulausu húsi, svo að það er nú ekki beinlínis gott aðgengi fyrir aldraða og fatlaða.
En samt var þetta fínt safn t.d. mikið safn að uppstoppuðum fuglum og fiskum. Þarna er geirfuglinn okkar en hann liggur reyndar undir skemmdum enda er hann í miklu ljósi og hita. Synd.

En það er margt fleira þarna en þetta blessaða safn. Þetta er rannsóknarstofnun sem geymir helling af náttúrumunum t.d. berg, steindir, steingervinga, skordýr, plöntur og fleira. Svo er þarna mikið og gott bókasafn á sviði náttúruvísinda 🙂 Að koma inná bókasafnið var reyndar eins og að koma inní torfbæ því það var svo gömul lykt þar.

Svo fengum við að fara í geymslu Náttúrufræðistofnunar. Það var magnað. Þar er enn meira af munum og gamla Náttúrugripasafnið en þar var t.d. að finna apa og páfagauka, uppstoppaða að sjálfsögðu. Þar var líka kort yfir komu ísbjarna til landsins, mjög áhugavert.

En það sem situr eftir eftir heimsóknina er: Hvers vegna í ósköpunum er ekki búið að koma upp Náttúrugripasafni Íslands með sómasamlegum hætti?!!! Það myndi gefa þjóðinni svo mikið! En Náttúrugripasafn Íslands hefur verið til á pappírum frá árinum 1889 og margoft hefur næstum því verið búa að koma því af stað
Þess má líka geta að ekki fást peningar til að varðveita þá muni sem eru til nú þegar með eðlilegum hætti. Þarna eru mikil verðmæti sem liggja undir skemmdum. Þetta er til skammar.

Veistu af þessu Sigríður Anna?