Grátbroslegt

Ég lenti áðan í grátbroslegum aðstæðum.

Við Óli fórum í 10 ára afmæli Þjóðarbókhlöðunnar. Þar var mikið af prúðbúnu fólki og ávörp og skemmtiatriði á dagskránni. Dagskráin byrjaði á því að tveir menn spiluðu saman, annar á saxófón og hinn á orgel eða hljómborð (svona er ég nú vel að mér í tónlist). Enginn söngur. Þegar þeir byrja að spila segir maðurinn við hliðina á okkur: „Þetta er nú bara eins og í kirkju“ og Óli segir á móti: „Í jarðarför jafnvel.“ Ég þekkti ekki lagið en það var frekar rólegt og alvarlegt.

Svo byrja þeir á næsta lagi og ég hugsa með mér: „Jæja, ætli þetta verði nú ekki eitthvað meira djollí“ En í þetta sinn þekkti ég lagið. Þetta var Draumalandið. Það er jarðarfararlagIÐ! Lagið sem ég á svo erfitt með að heyra því að það minnir mig bara á Guðmar og Ingu. Ég átti því gríðarerfitt með að höndla þetta. Það láku svona eins og tvö tár en ég brosti líka allan tímann og þegar laginu lauk fékk ég næstum því hláturkast hvort sem það var nú af taugaveiklun eða því sem Óli hafði sagt þegar þeir voru að byrja að spila.

…því þar er allt sem ann ég, þar er mitt Draumaland.

2 thoughts on “Grátbroslegt”

  1. Ég les þig ekki nema á tveggja mánaða fresti kellin mín svo þetta komment kemur seint. En þetta er náttúrulega algjört jarðarfararlag, samt svo ægilega flott og indælt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *