Nátthrafn

Ég er nátthrafn!

Það er alveg merkilegt að þegar ég kemst í þá stöðu að ráða tíma mínum sjálf eins og t.d. á próftíð og í fríum þá dett ég alltaf í nátthrafninn. Þá er sama þó ég ætli snemma að sofa, það endar með því að ég sofna ekki fyrr en að ganga þrjú. Og þó ég ætli að vakna snemma þá sef ég til 12 minnst. Auðvitað með undantekningum 😉

Stundum byrjar „vinnudagurinn“ hjá mér ekki fyrr 10 á kvöldin og þá næ ég oftast góðri törn til klukkan 4 um nóttina.
Líklegast myndi henta mér best að sofa frá 4-12. Eiga svo quality-time með fjölskyldu og vinum og sinna hinu og þessu milli 12 og 8 og vinna svo milli 8 og 4.

Ég er að hugsa um að verða skáld…

One thought on “Nátthrafn”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *