We know woowoo

Það er ótrúlegt hvað maður getur heyrt vitlaust.

Í laginu „Do they know it´s Christmas“ með Band Aid í enda lagsins syngja þau öll í kór. Mér fannst þau alltaf syngja „We know woowoo“. En þau syngja í raun „Feed the world“.
Ég hef semsagt verið að söngla þetta vitlaust í 19 ár. Ég er viss um að ég var byrjuð að söngla með laginu þegar ég var 2 ára því þetta er uppáhalds-útlenska-jólalagið mitt. Allavega það sem kemur mér í mesta jólastemmningu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *