Jólin og áramótin

Bráðum koma blessuð jólin og ég fer að hlakka til!

Ég get varla beðið eftir 22. desember…því þá flýg og heim í heiðadalinn. Það verður alveg svaðalega ljúft þó ég stoppi stutt í þetta sinn. Ég hlakka mest til að hitta mömmu og pabba, ömmu og afa og Ástu. En ég hlakka líka mikið til að sjá litlu hvolpana. Og svo hlakka ég auðvitað til að skreyta jólatréð, borða smákökur, möndlugraut, rjúpur, ís, hangikjöt og konfekt, opna pakka, lesa, fara í jólaboð og spila. Svo vona ég að það verði gott veður svo ég geti verið svolítið úti og farið í sund.

En það er ekki nóg með að ég sé að fara heim um jólin. Ég er líka að fara til Svíþjóðar um áramótin! Það verður örugglega mjög huggulegt. Veit svo sem ekkert hvernig sænsk áramót fara fram, en það kemur í ljós. Hlakka allavega mikið til að hitta Önnu og Haval.

Varð bara að koma þessu frá mér…því að ég get víst ekki verið að hugsa mikið um þetta, prófin koma nebblega fyrst….