Ég er 22 ára

Ég á afmæli í dag og er 22 ára. Þar með er ég komin á barneignaraldur að eigin mati. Það er nefnilega þannig að síðan ég var ca. 12 ára þá hef ég haft að það að markmiði að verða ekki ólétt fyrr enn í fyrsta lagi 22 ára. Finnst hálf óhuganlegt að sá dagur sé runninn upp…og þó ekki…ég hef þá allavega náð einu af markmiðum mínum 😉
Til að forðast misskilning þá er ég ekkert á leiðinni að fara að hrúga niður börnum…get bara farið að íhuga það þegar mér hentar.

Dagurinn er annars búin að vera ágætur. Ég er búin að fá fimm gjafir. Mp3 spilara sem er líka USB-lykill og diktafónn frá honum Óla mínum. Íslenska stjörnuatlasinn, púða, mynd og áskrift að Gestgjafanum frá mömmu og pabba. Pening frá ömmu og afa. Pening frá afa. Miða á Híbýli vindanna frá Ástu Hönnu. Og svo fæ ég fullt af gjöfum á laugardaginn, ekki rétt?

Við fórum að borða á Pizza Hut í hádeginu sem var mjög gott. Ég er ennþá södd. Hjördís leit svo við eftir hádegið. Talaði svo við mömmu, pabba, ömmu, Ástu Hönnu og afa. Svo er ég ekki búin að gera neitt mikið af viti eftir það. Sé fram á að læra eitthvað fram eftir nóttu, það er eina vitið.

Eru ekki allir hressir annars?

4 thoughts on “Ég er 22 ára”

  1. Hæ hæ…

    það er alveg ótrúlegt hvað maður villist á heimasíður :p

    Ég heiti semsagt Margrét og var pennavinkona þín þegar við vorum litlar:) Þú manst kannski?

    Fannst þetta svo skondið að ég varð að fá að skilja eftir línu… kveðja Margrét („,)

  2. sæl og blessuð frænka !! til hamingju með afmælið ,, ég var sennilega á þeirri skoðun að maður væri komin á barneigaraldurinn 19 ára .. úbs .. ætla að setja þig á msn listann minn % heyrumst

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *