Bloggtími

Já, það er sko greinilegt hvaða tími er hjá mér núna. Verkefna- og prófatími = Bloggtími.
Núna á ég bara eftir að gera þrjár greinargerðir af 27 um þjóðfræðidæmi. Og tók mig líka til að skrifaði 772 orð af hámark 1200 í verkefni sem við Óli eigum að skila á morgun.

En nú er komin svefntími enda klukkan orðin hálffimm og ég orðin svolítið steikt. Ef mér skjöplast ekki þarf bróðir minn að vakna eftir einn og hálfan tíma. En ég sef væntanlega bara fram að hádegi eins og venjulega.

Góða nótt

Starálfur

Hvað er málið með lagið Starálfur með Sigur Rós? Það virðist vera í annarri hverri kvikmynd eða heimilamynd sem maður sér þessa dagana.
Þetta er reyndar algert snilldarlag. Vekur einhverjar undarlegar, óútskýranlegar tilfinningar…bara svona einhver tilfinning í líkamanum.

Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar!

Hvað ætla ég að gera í sumar?
Það er tvennt sem liggur fyrir en það er að klára lokaverkefnið mitt og vinna á bókasafninu mínu. Svo vonast ég til að koma fleiru skemmtilegu fyrir t.d. að komast til Vopnafjarðar, fara í stuttar ferðir út fyrir borgina og eiga skemmtilegar stundir með vinum (sem ég hef svolítið vanrækt undanfarið).

En svo er eitt enn sem liggur fyrir en það er að taka til í íbúðinni okkar. Ég hef einhvernveginn ekki haft orku og tíma til þess að þrífa hana almennilega síðustu vikur. Kannski ég fái Allt í drasli í heimsókn!

Jæja, reynið að njóta sumardagsins fyrsta! Ég ætla að nota hann vel, innandyra, við að gera verkefni…

Fagleg úttekt á drykkjuleikjum

Ég er að reyna að skrifa gáfulegar greinargerðir um drykkjuleiki. Er búin með greinargerðir um flökkusögurnar og brandarana. Þetta nám sem ég er í er náttúrlega bara djók.

Fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér hvað drykkjuleikir, flökkusögur og brandarar koma bókasafns- og upplýsingafræði þá skal tekið fram að ég er líka að taka kúrsa í þjóðfræði. Sem er óggla skemmtilegt.

Skólinn búinn að eilífu?

Hæhó!

Í gær var síðasti skóladagurinn minn. School is out forever? Það finnst mér skrýtið. Ég hef verið í skóla samfleytt síðan haustið 1989, í 16 ár semsagt. En nú er komið nóg…í bili allavega.

En þó skóladagar mínir séu taldir þá er nóg eftir af skilaverkefnum, eitt próf og eitt stykki lokaverkefni. Svo að ég ætla að bíða aðeins með að fagna.

Garden State

Halló góða fólk!

Ég fór í bíó í gærkvöldi. Við Óli fórum að sjá Garden State (með þanna gaurnum úr Scrubs, hann heitir víst Zack Braff). Hún var æðisleg. Hún var mjög fyndin og hún skyldi líka heilmikið eftir. Maður var með svona góða tilfinningu inní sér eftir hana. Stefnum að því að kaupa hana…þá get ég horft á hana á hverjum degi og fengið svona góða tilfinningu 🙂

Ég vil óska afmælisbörnum dagsins til hamingju með afmælið. Jóhanna, Rúnni Júl og Geirmundur V. þið eruð öll frábær!

Góðar stundir

Ég er 22 ára, eins mánaða og einnar viku gömul

Rosalega er maður nú duglegur við að blogga hérna. Hef greinilega ekki bloggað í meira en mánuð…voðalega líður tíminn.

Það er nóg að gera hjá manni þessa dagana. Ég þarf að skila þremur stórum verkefnum á næstu vikum og mér líður ekkert of vel yfir því. Hefði náttúrlega átt að vera löngu byrjuð á þeim en þrátt fyrir fögur fyrirheit þá endar þetta alltaf í einhverjum trassaskap. En ætli þetta reddist núna eins og alltaf…ætla rétt að vona það. Óheppilegt að missa allt niðrum sig á lokasprettinum.

Er annars búin að gera alveg fullt síðasta mánuðinn, nenni samt voða lítið að tjá mig um það.

Það var bakkað á mig í dag, sem betur fer voða laust svo það sást ekkert á bílunum. Það er þá mitt annað umferðaróhapp (þar sem ég er undir stýri) þar sem ekkert sést á bílnum eða mér á eftir.

Jæja, það verður spennandi að sjá hvenær ég blogga næst.
Góða nótt