Ég er 22 ára, eins mánaða og einnar viku gömul

Rosalega er maður nú duglegur við að blogga hérna. Hef greinilega ekki bloggað í meira en mánuð…voðalega líður tíminn.

Það er nóg að gera hjá manni þessa dagana. Ég þarf að skila þremur stórum verkefnum á næstu vikum og mér líður ekkert of vel yfir því. Hefði náttúrlega átt að vera löngu byrjuð á þeim en þrátt fyrir fögur fyrirheit þá endar þetta alltaf í einhverjum trassaskap. En ætli þetta reddist núna eins og alltaf…ætla rétt að vona það. Óheppilegt að missa allt niðrum sig á lokasprettinum.

Er annars búin að gera alveg fullt síðasta mánuðinn, nenni samt voða lítið að tjá mig um það.

Það var bakkað á mig í dag, sem betur fer voða laust svo það sást ekkert á bílunum. Það er þá mitt annað umferðaróhapp (þar sem ég er undir stýri) þar sem ekkert sést á bílnum eða mér á eftir.

Jæja, það verður spennandi að sjá hvenær ég blogga næst.
Góða nótt