Garden State

Halló góða fólk!

Ég fór í bíó í gærkvöldi. Við Óli fórum að sjá Garden State (með þanna gaurnum úr Scrubs, hann heitir víst Zack Braff). Hún var æðisleg. Hún var mjög fyndin og hún skyldi líka heilmikið eftir. Maður var með svona góða tilfinningu inní sér eftir hana. Stefnum að því að kaupa hana…þá get ég horft á hana á hverjum degi og fengið svona góða tilfinningu 🙂

Ég vil óska afmælisbörnum dagsins til hamingju með afmælið. Jóhanna, Rúnni Júl og Geirmundur V. þið eruð öll frábær!

Góðar stundir

2 thoughts on “Garden State”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *