Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar!

Hvað ætla ég að gera í sumar?
Það er tvennt sem liggur fyrir en það er að klára lokaverkefnið mitt og vinna á bókasafninu mínu. Svo vonast ég til að koma fleiru skemmtilegu fyrir t.d. að komast til Vopnafjarðar, fara í stuttar ferðir út fyrir borgina og eiga skemmtilegar stundir með vinum (sem ég hef svolítið vanrækt undanfarið).

En svo er eitt enn sem liggur fyrir en það er að taka til í íbúðinni okkar. Ég hef einhvernveginn ekki haft orku og tíma til þess að þrífa hana almennilega síðustu vikur. Kannski ég fái Allt í drasli í heimsókn!

Jæja, reynið að njóta sumardagsins fyrsta! Ég ætla að nota hann vel, innandyra, við að gera verkefni…

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *