Bloggtími

Já, það er sko greinilegt hvaða tími er hjá mér núna. Verkefna- og prófatími = Bloggtími.
Núna á ég bara eftir að gera þrjár greinargerðir af 27 um þjóðfræðidæmi. Og tók mig líka til að skrifaði 772 orð af hámark 1200 í verkefni sem við Óli eigum að skila á morgun.

En nú er komin svefntími enda klukkan orðin hálffimm og ég orðin svolítið steikt. Ef mér skjöplast ekki þarf bróðir minn að vakna eftir einn og hálfan tíma. En ég sef væntanlega bara fram að hádegi eins og venjulega.

Góða nótt

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *