Helgin

Helgin var annars ágæt þrátt fyrir að vera tíðindalítil. Við Óli borðuðum á American Style (í fyrsta sinn ;)). Ég náði að vinna svolítið í lokaverkefninu mínu. Við Óli þvældumst í búðir að skoða ísskápa, sófa, ljós, gardínur og fleira tengt íbúðakaupum. Við Óli fórum í bíó á Dark Water, mér fannst hún góð. Við Eva fórum í Keiluhöllina og fórum í ballskák, þythokkí og keilu og skiptumst á að sýna snilldartakta. Ég vann illa saumaða Shrek-dúkku (jibbýjey! :)). Ég sýndi Evu nánasta umhverfi íbúðarinnar nýju. Ég eldaði pastarétt. Við Óli spiluðum Sequence travel uppí rúmi. Við Óli horfðum á Almost Famous, lengdu útgáfuna. Hrönn gisti hjá okkur eftir langt ferðalag frá Ítalíu. Já, bara nokkuð góð helgi 🙂

Bensínverð

Hvað er málið með þessi „blessuðu“ olíufélög?!
Klukkan tvö les maður frétt þess efnis að Esso hafi hækkað bensínverð um 2,5 krónur. Klukkan fjögur les maður „frétt“ þess efnis að Skeljungur og Olís hafi einnig hækkað bensínverð um 2,5 krónur!
Djöfull er mikil skítalykt af þessu! Samráð ha?! „Nei, nei, við hækkuðum ekki „um leið“ og Esso“…og er eðlilegt á samkeppnismarkaði að menn hækki verðið í takt við samkeppnisaðilann. Ættu Skeljungur og Olís ekki bara að vera ánægðir og hugsa: „haha, nú fáum við meiri viðskipti af því að Esso var að hækka“…! Eða kannski hef ég bara svona lítið viðskiptavit.
Ég sæi það alveg fyrir mér að Krónan hækkaði! mjólkurlíterinn um 5 kall og stuttu síðar væri Bónus búið að hækka! mjólkina um 5 kall líka!

Svo er ég líka viðbjóðslega pirruð yfir því að hafa þurft að borga hátt bensínverð í mörg ár…af því að olíufélögin voru að stela af okkur! Og svo þegar loksins kemst upp um þá þarf ég að borga sektina sem þeir fá, líka! Þvílíkur bjánaskapur…það hefði bara átt að setja þetta lið í fangelsi og geyma það þar í 15 ár eða svo og skella svo þessum karlskörfum beint á elliheimili!