Helgin

Helgin var annars ágæt þrátt fyrir að vera tíðindalítil. Við Óli borðuðum á American Style (í fyrsta sinn ;)). Ég náði að vinna svolítið í lokaverkefninu mínu. Við Óli þvældumst í búðir að skoða ísskápa, sófa, ljós, gardínur og fleira tengt íbúðakaupum. Við Óli fórum í bíó á Dark Water, mér fannst hún góð. Við Eva fórum í Keiluhöllina og fórum í ballskák, þythokkí og keilu og skiptumst á að sýna snilldartakta. Ég vann illa saumaða Shrek-dúkku (jibbýjey! :)). Ég sýndi Evu nánasta umhverfi íbúðarinnar nýju. Ég eldaði pastarétt. Við Óli spiluðum Sequence travel uppí rúmi. Við Óli horfðum á Almost Famous, lengdu útgáfuna. Hrönn gisti hjá okkur eftir langt ferðalag frá Ítalíu. Já, bara nokkuð góð helgi 🙂