Bláklukka

Jæja, þar kom að því að ég var klukkuð, búin að bíða eftir því síðan 2. ágúst!

En hér koma 5 staðreyndir um mig:
1. Mér finnst gaman að fletta auglýsingabæklingum.
2. Ég sakna þess að hafa ekki fjölskylduna mína nær mér. Stundum væri gaman að geta boðið mömmu og pabba í kaffi eða skroppið í stutta heimsókn til ömmu og afa.
3. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að spjalla við Óla.
4. Ég safna uppskriftum, hef gaman af því að skoða uppskriftir en ég elda mjög sjaldan eftir uppskriftum.
5. Draumalöndin mín eru Færeyjar og Indland.

Ég klukka Ollu, Ásgeir, Ingibjörgu, Sigga og Jóhönnu. Koma svo!

One thought on “Bláklukka”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *