Útskrift, partý og hversdagur

Þá er ég búin að skila verkefninu góða og bíð spennt eftir dómi. Útskriftin er 22. október, fyrsta vetrardag. Er með miklar pælingar varðandi útskriftina. Langar að hafa smá veislu…eða stóra veislu. Langar líka að kaupa mér fín útskriftarföt. Kannski að maður skoði það betur um næstu helgi. Einhverjir úr fjölskyldunni minni ætla að koma en það veltur svolítið á vinnu, veðri og heilsufari. Vona að skilyrðin verði góð.

Við vorum með innflutningspartý um helgina. Það var gaman en mætingin hefði mátt vera betri. Ætli það sé virkilega svona erfitt að taka strætó í Breiðholtið? Við sátum bara að sumbli fram eftir nóttu og svo fóru flestir heim. Áform um að fara í bæinn runnu auðvitað út í sandinn eins og svo oft áður, enda eru eldhúspartý best!

En núna er yndislegur hversdagsleikinn allsráðandi. Er oftast að vinna 9-5 og svo get ég gert það sem mér sýnist frá 5-9 🙂 Eins gott að mér gangi vel að nota tímann í eitthvað skemmtilegt.

Góða nótt!

4 thoughts on “Útskrift, partý og hversdagur”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *