War of the Worlds

Þegar ég var lítil hlustaði ég stundum á War of the Worlds, plötu sem mamma átti. Í mestu uppáhaldi var byrjunin en oft hlustaði ég á meira. Auðvitað var öll sagan á ensku og í raun vissi ég lengi vel ekkert út á hvað þetta gekk en tónlistin er svo brilljant að hún skilaði spennunni og óhugnaðinum. Er núna að hlusta á upphafið og hef á stefnunni að hlusta á þetta í heild sinni á næstunni. Finnst þetta ennþá æði.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *