Snyrting, jól og myndir

Ég fór í fótsnyrtingu í gær. Ekki það að ég var með afskaplega fallega fætur fyrir en siggið á hælunum var aðeins að plaga mig og svo langaði mig líka í góð ráð um fótahirðu. Þetta var mjög notalegt og hér eftir verð ég með mjúka fætur. Stefnan er svo sett á handsnyrtingu eftir nokkra mánuði en þess má geta að ég hef ekki nagað neglurnar síðan ég skilaði BA-verkefninu. Hvort um orsakasamband er að ræða skal ósagt látið.

Ég er farin að hlakka mikið til aðventunnar og jólanna. Á morgun ætla ég að kíkja í búðir og kaupa kannski einhverjar jólagjafir. Svo erum við búin að ákveða að steikja laufabrauð sunnudaginn 4. desember (með fyrirvara um breytingar). Það verður fjör. Svo stefni ég að því að baka smá smákökur og búa til konfekt. Það verður gáfuleg tilraunastarfsemi.

Við Óli erum búin að opna myndasíðu. Þeir sem vilja lykilorð verða að senda mér eða Óla tölvupóst. Við erum frekar viljug að gefa lykilorð svo ekki vera feimin.