29 spurningar og svör

Óli benti á mig og auðvitað svara ég…

1. Hvað er klukkan? 22:55
2. Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu? Veit ekki. Veit ekkert hvar fæðingarvottorðið mitt er.
3. Hvað ertu kölluð/kallaður? Eygló. Var stundum kölluð Glóa og Glógló mér til mikils ama. Einu sinni tók ég uppá því að vilja kalla mig Lóu, það stóð ekki lengi.
4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmæliskökunni þinni? Ekkert. Minnir hálfpartinn að það hafi ekki verið kaka heldur snittur og pinnamatur.
5. Hár? Ljóst, krullað, sítt.
6. Göt? 7 náttúruleg.
7. Fæðingarstaður? Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað
8. Hvar býrðu? Í Bökkunum.
9. Uppáhaldsmatur? Rjúpur, lambalæri og hamborgararnir á American Style (er hægt að fá leið á þeim?)
10. Einhvern tíma elskað einhvern svo mikið að það fékk þig til að gráta? Já
11. Gulrót eða beikonbitar? Gulrót
12. Uppáhalds vikudagur? Föstudagar
13. Uppáhalds veitingastaður? Bautinn á Akureyri
14. Uppáhalds blóm? Rósir
15. Uppáhalds drykkur? Kók.
16. Disney eða Warner brothers? Disney
17. Uppáhalds skyndibitastaðurinn? American Style! Hvað annað?
18. Hvernig er teppið í svefnherberginu á litinn? Ekkert teppi í svefnherberginu.
19. Hver var síðastur til að senda þér tölvupóst? Plúsinn 🙁
20. Í hvaða búð mundir þú vilja botna heimildina á kreditkortinu? Next
21. Hvað gerir þú oftast þegar þér leiðist? Hringi í mömmu, hangi á netinu eða les.
22. Hvaða spurning sem þú færð fer mest í taugarnar á þér? „Er ekkert að frétta?“
23. Hvenær ferðu að sofa? Milli 22.30 og eitt.
24. Hver verður fyrstur til að svara þér þessu?
25. Hver af þeim sem þú biður um að svara þessu er líklegastur til að svara ekki?
26. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Survivor
27. Með hverjum fórstu síðast út að borða? Hjördísi
28. Ford eða Chevy? Ford?
29. Hvað varstu lengi að klára að svara þessu? 10 mínútur.

Ég bendi á Trillurnar (allar þrjár), Svalbaunina og Frú Jóhönnu.