Bloggleikur

Kannski svolítið seint á ferðinni með þetta en…settu nafnið þitt í kommentakerfið og…

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!

Vinna, jól, bólusetning, bækur, próf eða ekki

Það er lítið að gera í vinnunni. Síminn hringir ekki einu sinni. Þeir sem koma eru að skila. Þess vegna eru allar hillur að springa.

Ég hlakka til jólanna. Er búin að kaupa flestar jólagjafirnar. Á eftir að skrifa jólakort. Búin að steikja laufabrauð. Eftir að baka piparkökur og búa til konfekt. Búin að hengja upp jólaseríur. Eftir að skreyta jólatréð. Búin að þrífa eldhúsinnrétttinguna. Eftir að skúra. Fer í Kringluna á eftir að kaupa jólapappír og skraut á jólatréð. Jólaundirbúningur er stuð.

Ég fór í bólusetningu í morgun. Það var ekkert vont. Sprautunál hafði ekki komið nálægt líkama mínum í 10 ár. Nú fæ ég vonandi ekki hettusótt. En kannski liðverki eftir viku.

Ég er búin að lesa nokkrar bækur á síðustu vikum. Grafarþögn. Bettý. Synir duftsins. Bátur með segli og allt. Frægasti maður í heimi. Myndin af pabba-Saga Thelmu. Núna er ég að lesa Krosstré. Ég les hægt. En mér finnst það gaman.

Ég er ekki í prófum. Óli er í prófum. Það er skrýtið að vera ekki í prófum í desember. En það er líka gaman.

Ætla að halda áfram að gera ekki neitt.

Afmælisdagur Siggu ömmu

Í dag er 12. desember, afmælisdagur Siggu ömmu. Hún hefði orðið 84 ára í dag. Ég á í raun bara eina skýra minningu um ömmu, það var þegar hún las fyrir mig bók um kisubörn þegar ég var í heimsókn hjá afa og ömmu á Norðfirði. Þá hef ég líklega verið 3 eða 4 ára. En mér hefur verið sagt ýmislegt um ömmu og ég hef séð margar myndir af henni. Það er líka dýrmætt.

Jólaóskalisti

Jólaóskalisti (ekki í neinni ákveðinni röð)

Heimilistengt:
Eldhúsútvarp
Piparkvörn
Vínrekki
Kryddjurtaskeri
Skúffu fyrir skúffuköku o.fl.
Kitchen Aid hrærivél
Uppþvottavél (+breytingar sem þarf að gera til að koma henni fyrir)
Ostakarfa

Bækur:
Uppskriftabækur
Spakmælabækur
Ísland í aldanna rás 1900-2000 eftir Illuga Jökulsson
Bjórkollur

Tónlist:
Ágætis byrjun og Von með Sigurrós
Nýdönsk-Skynjun (CD og DVD)
Worm is green-Push Play
Óskalögin 9
MorDuran
Jólakveðja-Gerður G. Bjarklind og Ragnheiður Ásta Pétursdóttir
U2-Vertigo tour

Spil:
Rapiddough
Nýja Trivial
Latador (ekki fáanlegt en má vera notað)

Kvikmyndir (DVD):
Lion King
Sex and the city – 6. sería

Tölvuleikir:
Sims 2

Föt:
Inniskór
Röndóttir sokkar
Flíspeysa

Skartgripir:
Hálsmen (silfur)
Armband
Spennur og flott hárdót

Annað:
Sturtusápu, sjampó og svoleiðis stuff úr t.d. Body Shop
Stjörnusjónauki
Gjafakort í leikhús, snyrtistofu, fataverslanir, bókabúðir o.s.frv.
Utanlandsferð
Heimilshjálp
Hærri laun
Hamingju og frið fyrir alla í heiminum

Jóla jóla

Nú er kominn 1. desember. Þá er kominn tími á að birta jólagjafaóskalista. En það verður ekki fyrr en í kvöld…ég lofa.
Ég er hægt og rólega að komast í jólagírinn. Búin að kaupa þónokkuð af jólagjöfum og dró loks fram aðventuljósið í gærkvöldi (já, ég veit þrem dögum of seint) og setti dagakertið í stjaka. Svo byrjuðum við að skreyta hérna í vinnunni í dag. Um helgina er svo þrennt jólalegt á dagskrá; jólaglögg þjóðfræðinema, jóladinner með skvísunum og laufabrauðsgerð. En fyrst ætla ég að heimsækja forsetann.