Jóla jóla

Nú er kominn 1. desember. Þá er kominn tími á að birta jólagjafaóskalista. En það verður ekki fyrr en í kvöld…ég lofa.
Ég er hægt og rólega að komast í jólagírinn. Búin að kaupa þónokkuð af jólagjöfum og dró loks fram aðventuljósið í gærkvöldi (já, ég veit þrem dögum of seint) og setti dagakertið í stjaka. Svo byrjuðum við að skreyta hérna í vinnunni í dag. Um helgina er svo þrennt jólalegt á dagskrá; jólaglögg þjóðfræðinema, jóladinner með skvísunum og laufabrauðsgerð. En fyrst ætla ég að heimsækja forsetann.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *