Afmælisdagur Siggu ömmu

Í dag er 12. desember, afmælisdagur Siggu ömmu. Hún hefði orðið 84 ára í dag. Ég á í raun bara eina skýra minningu um ömmu, það var þegar hún las fyrir mig bók um kisubörn þegar ég var í heimsókn hjá afa og ömmu á Norðfirði. Þá hef ég líklega verið 3 eða 4 ára. En mér hefur verið sagt ýmislegt um ömmu og ég hef séð margar myndir af henni. Það er líka dýrmætt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *