Bloggleikur

Kannski svolítið seint á ferðinni með þetta en…settu nafnið þitt í kommentakerfið og…

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!

25 thoughts on “Bloggleikur”

 1. Ásgeir:

  1. Þú ert svoltið skrýtinn
  2. Jólasveinar einn og átta
  3. Bjór
  4. Held það hafi verið á nýársnótt 2000. Þú og Starri komuð til okkar að spila.
  5. Simpansa
  6. Hvenær kemur bókin?

 2. Óli:
  1. Þú átt besta faðm í heimi
  2. We Only Come Out At Night – Smashing Pumpkins
  3. Ostur og kók (borðað saman)
  4. 31. janúar 1999
  5. Naggrís
  6. Viltu giftast mér?

 3. Jóhanna:
  1. Þú ert minni en ég
  2. Afmælissöngurinn
  3. Kleinubragð
  4. Í afmæli hjá Svenna í Dofraberginu
  5. Hamstur
  6. Hvað ertu að fara að gera í Danmörku?

 4. Hjördís
  1. Þú ert listakona
  2. Seven Nation Army – White Stripes
  3. Cosmopolitan
  4. Í strætóskýli í Breiðholti í janúar 2003. Var að reyna að spyrja þig til vegar, gekk illa þar sem þú varst að hlusta á tónlist og ratar ekkert í Breiðholti.
  5. Mús
  6. Hvenær ætlarðu að hætta að reykja aftur?

 5. 1. Þú ert flakkari
  2. Úff, svo mörg! Nefni Everybody Gonfi Gon með Two Cowboys. Þetta sem við sömdum dansinn við *roðn* 😉
  3. Nesquik
  4. Við í 0. bekk. Ég settist við hliðina á þér af því að Alli Pétur var veikur.
  5. Hamstur
  6. Hvenær ætlarðu að prófa að búa í Reykjavík? Það er til millivegur af Vopnafirði og New York 😉

 6. Hafdís:
  1. Þú ert svoltið 80’s
  2. Allt með Kim Larsen
  3. Kaffi og sörur
  4. 1. maí 1999. Þið að flytja úr Stekkjargerðinu. Óli að flytja inn.
  5. Þið systkinin eruð lík…naggrís
  6. Hvað heillar þig við ketti?

 7. Eva:
  1. Þú ert með krullur
  2. Má það vera þáttur…Áramótaskaupið
  3. Hvítvín
  4. Í kaupfélaginu á Vopnafirði. Við ca. 4-5 ára í eltingar- og feluleik í búðinni.
  5. Ljón
  6. Af hverju ertu svona hávær? 😉

 8. pant vera með…og svo ætla ég að kommenta á allar þessar færslur sem voru komnar! Ef maður er búin að fá hettusótt getur maður fengið hana aftur? fékkstu ekki einhvern pésa eða eitthvað sem fjallar um þetta? Og svo var það popppunkts þátturinn…ég tók mér pásu frá lestri og ætlaði heldur betur að skemmta mér yfir þættinum en þetta atvik olli vanlíðan og nánast uppsölu þar sem ég fann virkilega til með honum…hvað var málið?

 9. Hildur:
  1. Þú ert mögnuð
  2. Að eilífu og allt hitt úr Hárinu.
  3. Galliano í öllum hugsanlegum formum, jafnvel blandað út í eplasafa 😉
  4. Hmmm…man eiginlega fyrst eftir þér í 7. bekk (þó við höfum þá verið saman í bekk í 7 ár þá eru minningar mínar um þig fyrir þann tíma allar frekar óljósar). Mér dettur í hug göngutúrinn okkar innað Einarsstöðum í Þorbrandsstaðaferð.
  5. Mús (Ég er lítil húsamús…)
  6. Hvenær eigum við að skella okkur saman í ferðalag?

  Varðandi hettusóttina þá sagði mamma mér frá þessu. Held að þetta sé eitthvað sem maður fær bara einu sinni á ævinni. Allir sem eru fæddir 1981-1985 geta núna farið í svona bólusetningu ókeypis. Margir á þessum aldri hafa fengið þetta síðustu vikur og mánuði. Það var ekki byrjað að bólusetja við þessu þegar við vorum litlar.

 10. Árný:
  1. Þú ert ein af ofurfólkinu sem mætir í sund fyrir klukkan sjö á morgnanna.
  2. Ég verð að segja Popppunktsstefið…:)
  3. Allskonar bragð, þ.e. Jelly Beans
  4. 19. júní 1999. Í brúðkaupinu ykkar.
  5. Madditt
  6. Hvenær eigum við að spila kínverska skák? Alltof langt síðan síðast…

 11. Siggi:
  1. Þú ert með kragaskegg sem fer þér mjög vel.
  2. A.D.I.D.A.S. með Korn
  3. Vatn
  4. Mínar fyrstu minningar um þig eru ekkert sérlega ljósar. Man þó eftir að hafa heimsótt þig sumarið 1999 þegar þú bjóst á Ásveginum á Akureyri.
  5. Mús
  6. Hvenær ætlarðu að hætta að drekka? Fer þetta ekki að verða komið nóg? 😉

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *