Bækur og blöð

Ákvað að klára Krosstré eftir Jón Hall eftir að Aðalsteinn (frændi Óla) mælti með henni á nýársdag. Mér fannst hún bara nokkuð góð, þegar hún loksins „byrjaði“. Náði að koma á óvart. Er núna að lesa Í fylgd með fullorðnum eftir Steinunni Ólínu. Hún er líka ágæt. Svo tekur við Arnaldar maraþon. Er með Vetrarborgina í láni frá bókasafninu og Dauðarósir og Mýrina frá Árnýju og Hjörvari (búin að vera með þær allar alltof lengi).

Svo hef ég verið að lesa/skoða nýja Gestgjafann og jólaGestgjafann. Það er svo gaman að lesa/skoða uppskriftir. Svo miklu skemmtilegra en að elda.