Þjóðdansar og þorrablót

Við Óli fórum í danskennslu á fimmtudagskvöldið. Lærðum íslenska þjóðdansa hjá Helgu hjá Þjóðdansafélaginu. Það var ótrúlega skemmtilegt þó við lærðum nú kannski ekki mikið. Þetta var semsagt á vegum Þjóðbrókar (þjóðfræðinemafélaginu) og var opið fyrir þjóðfræðinema en það endaði með því að við vorum bara þrjú, við Óli og Sigrún, sem mættum. Sem betur fer komu líka einhverjir frá Þjóðdansafélaginu svo við gátum myndað hring.
Meiningin er svo að dansa á þorrablótinu á föstudaginn. Við Óli sjáum um að kenna þeim sem komu ekki í kennsluna 😉