Jóga

Best að halda ykkur uppfærðum varðandi jógamálin (talandi um að setningaskipan í íslensku sé að breytast). Nú er ég búin að vera í jóganu í 3 vikur. Ég er sem betur fer hætt að fá harðsperrur eftir tímana. Það er greinilega aðeins farið að togna á vöðvunum. Núna get ég líka farið í plóginn skammlaust. Ég á samt oft erfitt með að skella ekki upp úr í jógatímum, þarna erum við hópur af fólki á öllum aldri blásandi eins og hvalir (djúp og meðvituð öndun) í alls kyns afkáralegum stellingum. Kannski er þetta til merkis um að ég er ekki nógu innhverf í tímunum.