Fjarkinn

Fjórar vinnur sem ég hef unnið um ævina:
– Í frystihúsi
– Í Lystigarðinum á Akureyri
– Á Hrafnistu í aðhlynningu
– Í Kristjánsbakarí

Fjórar bækur sem ég gæti lesið aftur og aftur:
– Peð á plánetunni Jörð eftir Olgu Guðrúnu
– Úff, ég gefst upp! Get ómögulega munað eftir fleiri bókum sem ég hef lesið oftar en einu sinni. Lífið er bara of stutt (les: ég les of hægt) til að vera sífellt að lesa það sama!

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
– Rauðhólar
– Stekkjargerði 6
– Hvassaleiti 32
– Eggertsgata 18

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla:
– Survivor
– Sex and the city
– Popppunktur
– Simpsons

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
– Kaupmannahöfn
– Stokkhólmur
– Gautaborg
– Borlänge

Fjórar síður sem ég skoða daglega:
www.mbl.is
www.kaninka.net/oligneisti
www.gegnir.is
www.mikkivefur.is

Fernt matarkyns sem ég held uppá:
– Kók
– Ostur af ýmsum gerðum
– Lakkrískurl
– Kjúklingur

Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
– Heima að kúra hjá Óla
– Rauðhólar
– Kaupmannahöfn
– Neskaupstaður (heppilegt, er einmitt að fara þangað)

Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Hildur
Eva
Heiða
Hrönn

 

Hitt og þetta

Jæja, nú er ég vonandi endanlega risin upp úr rúminu! Farin að eiga í aðeins of nánu sambandi við sængina mína!

Fór nú samt á þorrablót og H-vaða um helgina (líkami minn passar uppá að ég sé nokkuð hress um helgar ;)). Bæði mjög gaman og ég mæli svo sannarlega með því að vera komin heim af djamminu fyrir kl. 2. Ég ætti líklegast að flytja til Svíþjóðar 😉
Dansinn á þorrablótinu var ljómandi skemmtilegur og röggsamlega stjórnað af Sigrúnu og Óla 🙂 Ég slapp alveg við að stjórna (eins gott!).
H-vaðinn var vel lukkaður. Gaman að hlusta á Alþingi og Hostile. Líka gaman að hitta Rósu, Björgu, Hjördísi og Bryndísi frænku 🙂

Nú er farið að styttast í Norðfjarðarferð. Fer á fimmtudaginn. Hlakka til að hitta alla og skoða höllina. Svenni og Hrönn ætla að ná í mig í Egilsstaði. Óttast mest að ég fái heimþrá til Vopnafjarðar þegar ég er komin svona nálægt…en ég vona að mamma og pabbi geti skroppið yfir á Norðfjörð um helgina.

Við erum að leggja drög að fimmtugsafmæli. Fylgist með.

X-H

Þorrablót í kvöld

Jæja, er vonandi skriðin uppúr veikindunum fyrir fullt og allt. Alveg komin með nóg af þessu. Hef líka komist að því að áhorf mitt á handboltann hefur engin áhrif á gang mála. Strákarnir okkar töpuðu þó ég væri steinsofandi inni í rúmi! Er á leiðinni á þorrablót Þjóðbrókar. Hlakka til. Væri samt alveg til í eitthvað annað en hangikjöt og hákarl í kvöldmat…
Segi ykkur svo á morgun hvernig dansinn gekk 🙂

Veikindi

Ég er búin að vera veik síðan á mánudagskvöldið. Bara þetta klassíska…hálsbólga, kvef og hiti. Vona að þetta sé að ganga yfir, meikaði allavega að láta í þvottavél áðan (nú er að sjá hvort ég meika að taka úr henni ;))

Helgin

Helgin hjá mér var mjög góð.

Hélt ljómandi gott stelpupartý hérna heima á föstudagskvöldið. Var með opinn bar (þar sem áfengi á það til að safnast upp hjá mér) en annaðhvort var magnið svo mikið eða stelpurnar svo penar að ég sé fram á að geta haldið mörg partý áður en áfengið klárast. En það er svosem ekkert nema jákvætt enda stendur til að endurtaka þetta við tækifæri 🙂 Eftir mikið spjall og drykkju var svo haldið á Hressingarskálann (hvenær skyldi ég ná að djamma annarsstaðar en á Hressó?).

Á laugardaginn hafði ég það svo bara náðugt heima. Um kvöldið hélt ég svo í pizzu- og evróvisjónpartý til Guðrúnar og Friðbjörns (vina Svenna bró og Hrannar). Þar var Hrönn mágkona og fleiri úr árgangi ’77 úr Nesskóla (t.d. tveir mjög öflugir bloggarar). Evróvisjónið var hæfilega hallærislegt eins og venjulega en þær Ólína og Lilja Fanney fengu þó meiri athygli en söngstjörnurnar…enda kunnu þær mun fleiri partýtrix en evróvisjónliðið 🙂

Sunnudagurinn var svo voða rólegur. Skruppum aðeins í Smáralind og eyddum næstum engum peningum. Svo hitti ég Hrönn á Culiacan og við fengum okkur mexíkanskan. Um kvöldið horfði ég á Allir litir hafsins eru kaldir (missti ég af einhverju eða kom einhver skýring á titlinum) og fannst þetta bara ljómandi góð þáttaröð. Svo gerði ég mér lítið fyrir og tók til í öllum fatahirslum heimilisins og baðskápunum. Það var ljómandi skemmtilegt og auðvitað komst ég að því að ég á fullt af fötum!