Elsku strætó

Þeir mega sko henda þessu strætókerfi! Nú í dag var verið að taka í gangið nýtt strætókerfi(þeir segja að það séu endurbætur á því gamla nýja). Ég var búin að lesa um það í blöðunum hvaða endubætur ætti að gera á kerfinu og leist bara ágætlega á. Var svo að skoða hvort að þeir strætóar sem ég þarf að nota væru ekki bara eins en NEI, þá er búið að fokka í öllum helvítis tímatöflunum svo ég þarf t.d. að vakna korteri fyrr á morgnanna (og hanga í vinnunni í korter áður en ég þarf að byrja að vinna) og bíða í strætóskýli í 10-15 mínútur eftir vinnu (hæsta lagi 5 áður). FRÁBÆRT! Mig langaði einmitt að missa 25 mínútur úr sólarhringnum (fannst hann fulllangur, þið skiljið).
Hvaða lógík er í því að hlusta á alla sem kvarta og fokka í kerfinu eftir þeirra hugmyndnum? Hvað með þá sem sögðu ekki orð (nema kannski til að dásama kerfið) og voru ánægðir? Var eitthvað tékkað á þeim?
Einkabíllinn rúlar…eða hvað?

3 thoughts on “Elsku strætó”

  1. Ég veit það bara að þetta er miklu betra fyrir mig. Í gamla kerfinu vaknaði ég 6:30 og tók strætó 7:06 og mætti samt of seint í vinnuna. Því hann var alltaf farinn úr mjóddinni þegar ég kom (þurfti líka að taka heila ÞRJÁ strætó) Núna vakna ég klukkan 7 og tek strætó 7:33 beint í vinnuna. Ég segi húrra !

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *