Nú er sumar…

Það er kominn júní. Þá er komið sumar.

Voðalegar öfgar í veðrinu fyrir austan og norðan. Snjókoma og frost eina vikuna, þá næstu 20 stiga hiti!

Sátt við úrslitin í kosningunum á Vopnafirði. Öflugur minnihluti, vonandi. Jafnvel öflugur meirihluti, vonandi. Ósátt við minnihlutastjórnina í Reykjavík. Nema að það verði til þess að útrýma Framsóknarflokknum. Þá verð ég glöð. Sorrý, Siggi „frændi“.

Sá litla tvíbura á laugardaginn. Þær eru frænkur mínar. Helgi er langafi okkar allra og Guðrún langamma. Hef aldrei haldið á jafn litlu barni.

Fæ vonandi að sjá lítið barn um helgina. Hún er frænka hans Óla.

Ætla líklegast í nám í haust, með vinnunni (spyrjið mig bara, ef þið hafið áhuga). Komin á það stig að skólast með vinnunni í stað þess að vinna með skólanum.

Mér finnst að það ætti að hafa fleiri þætti þar sem eru bara fulltrúar frá einum stjórnmálaflokki. Sá það hjá Ingva Hrafni. Enginn ágreingingur, klisjur eða frammíköll, bara létt spjall um hvað hinir eru miklir hálfvitar.

Góða nótt!