?

Vopnafjarðardagarnir eru síðustu helgina í júlí. Ætti ég að fara?

Ég er að fara í klippingu á miðvikudaginn í næstu viku. Ég ætla ekki að fá mér neinn lit eða strípur í þetta skiptið og spara mér þannig slatta pening. Hef komist að þeirri niðurstöðu að hárið á mér sé fallegt á litinn. Svo ég þarf bara að pæla í klippingunni í þetta skiptið. Einhverjar tillögur?

Mamma og pabbi eru komin og farin til Skotlands. Hef fengið SMS frá þeim með lýsingum á góðu veðri og stöðum í Edinborg og þá hef ég öfundast svolítið út í þau. Mig langar til Edinborgar. Það er alveg á hreinu að þangað verð ég að fara aftur…fyrr en síðar. Hver vill með?

Lifið heil!

2 thoughts on “?”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *