Sumarið er tíminn…

Það er kominn júlí! Ótrúlegt hvað tíminn æðir áfram og einhvernveginn verður manni ekkert úr verki. En svona er þetta bara.

Ég er svosem búin að gera ýmislegt í sumar og það er ýmislegt á planinu. Samt næ ég aldrei að gera helminginn af því sem ég ætla mér. En núna er ég allavega komin í sumarfrí (eitt af mörgum) og þarf ekki að mæta í vinnu fyrr en 10. júlí. Ég ætla að nota fríið í að gera eitthvað skemmtilegt með mömmu og pabba. Þau koma frá Skotlandi á mánudaginn. Kannski næ ég að plata þau til að ganga á Esjuna eins og hefur verið á planinu síðustu sumur en aldrei orðið af. Vona líka að ég sjái aðeins meira af vinum mínum á næstunni heldur en ég hef gert það sem af er sumri. Langar einhvern í útilegu?

Jæja, næst á dagskrá er grill uppí Heiðmörk. Bæjó!

2 thoughts on “Sumarið er tíminn…”

  1. já sumarið virðist alltaf fljúga hjá meðan janúar, febrúar og mars juða í hægagangi! Ótrúlegt alveg hreint!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *