Hvað er títt síðan síðast?

Mamma og pabbi komu frá Skotlandi eftir vel heppnaða ferð heyrðist mér. Ég náði í þau á Kelfavíkurflugvöll. Seinna um daginn fórum við í Rauðhóla hina syðri. Það var gaman að koma þangað loksins. Svo tókum við stóran rúnt um Heiðmörk, fórum allskonar fjallabaksleiðir og ég gerði margar uppgötvanir á leiðinni. Verð að fara þarna aftur. Svo var grillað, ekki mikið kveikt í í þetta skipti.

Á þriðjudeginum fórum við svo í nokkrar búðir, á Þjóðminjasafnið (eða Ruslasafnið eins og sumir vildu kalla það) og í heimsókn til Ásu og Nonna. Fórum svo á American Style um kvöldið.

Pabbi flaug heim á miðvikudagsmorguninn og við mamma skutluðum honum. Svo fórum við aftur heim að sofa. Svo fór ég í klippingu. Eyddum restinni af deginum í Kringlunni og versluðum svolítið.

Á fimmtudeginum fórum við mamma í sund um morguninn eftir klukkutímaferð í Europris (merkilegt hvað tíminn flýgur í þessari búð). Svo hittum við Hrönn mágkonu niðrí bæ um hádegið og fengum okkur að borða. Svo versluðum við svolítið á Laugarveginum, aðallega kjóla og skó 🙂 Um kvöldið fórum við svo aftur í Kringluna. Eftir að Kringlan lokaði fórum við í Fossvogskirkjugarð og heimsóttum leiði Jóhannesar frænda og Guðrúnar. Svo datt okkur í hug að líta til Guðrúnar frænku (dóttur Jóhannesar og Guðrúnar í kirkjugarðinum). Þar fengum við auðvitað góðar móttökur.

Á föstudeginum tókum við því rólega fyrir hádegi og borðuðum hádegismat úti á palli. Eftir hádegið fórum við út í Viðey með Hrönn og fórum í góðan göngutúr þar. Um kvöldið fórum við Óli svo út að borða á Pizza Hut með Hrönn.

Helgin var svo bara frekar róleg. Mamma fór í gærmorgun og sumarfríið mitt búið í bili.

En ég er búin að panta mér flug til Vopnafjarðar og verð þar síðustu helgina í júlí. JibbýJey!

Annars er bara mest lítið að frétta…

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *