Svíþjóð

 Ég er lasin. Heimkoman eitthvað að fara illa í mig. Sennilega er ég bara með pestina sem Addi tók með sér til Svíþjóðar og ferðafélagarnir hafa svo fengið einn af öðrum. Ég er aftarlega í röðinni.

Það var gott að vera í Svíþjóð en svo var líka ágætt að koma heim.

Ég er skotin í Stokkhólmi. Það var heitt að vera þar. Upp undir 30 stiga hiti á daginn en örugglega enn heitara í káetunni í Gustav af Klint. Sundsprettur í Mäleren og tívolítækin í Gröna Lund eru hápunktar Stokkhólms. Ég ætla að fara til Stokkhólms fljótlega aftur.

Borlänge var líka ágæt. Gaman að hitta Önnu og Martin loksins. Hápunktar Borlänge eru matarkyns, lasagne að hætti Önnu og kanelís í Kupolen. Svo var gaman að heilsa aðeins uppá Jussa Bjölling, helsta stolt Borlänge.

Gotland er gott land. Það var gaman að vera á Gotlandi. Silvía Nótt á veröndinni. Sólarlagið fyrsta kvöldið. Visby glass (ég geri mér ferð einn daginn, bara fyrir þennan ís). Texmextallrik. Lambasteik með gratíneruðum kartöflum. Krummi svaf í klettagjá ítrekað á veröndinni. Miðaldamarkaðurinn. Miðaldaflugeldar. VW rúgbrauð. Maurar. Besta kaffihús á Gotlandi (Wallins café sem við fundum en fúlsuðum við). Adelsgatan. Effes. Dropasteinshellar. Villta vestrið. Broddgöltur.

En hápunktur ferðarinnar í heild sinni fyrir mér voru tveir gotlenskir hrútar.

Framsóknarbjálfar

Djöfuls bjálfar þessir Framsóknarmenn! Jón Sig. formaður og Guðni varaformaður áfram. Til hvers að hafa fyrir þessu? Hefðuð alveg getað haft Dóra áfram.
Gott að þeir hafa gaman af því að grafa sína í eigin gröf.

Er í alvörunni að velta því fyrir mér hvort Guðni hafi sent Jóhannes eftirhermu í staðinn fyrir sig…

Óli

Hvað er málið með hann Óla minn?

Við skreppum útí búð og mætum fólki á leiðinni.

8 ára stelpan sem býr í stigaganginum okkar kallar “ Hæ, Óli“. Þessi stelpa heilsar mér varla eða ekki. 

Vandræðaunglingarnir í Breiðholti bresta á með söng og dansi, taka meira að segja við óskalögum.

Hvað hef ég gert til að verðskulda svona sjarmerandi mann?