Svíþjóð

 Ég er lasin. Heimkoman eitthvað að fara illa í mig. Sennilega er ég bara með pestina sem Addi tók með sér til Svíþjóðar og ferðafélagarnir hafa svo fengið einn af öðrum. Ég er aftarlega í röðinni.

Það var gott að vera í Svíþjóð en svo var líka ágætt að koma heim.

Ég er skotin í Stokkhólmi. Það var heitt að vera þar. Upp undir 30 stiga hiti á daginn en örugglega enn heitara í káetunni í Gustav af Klint. Sundsprettur í Mäleren og tívolítækin í Gröna Lund eru hápunktar Stokkhólms. Ég ætla að fara til Stokkhólms fljótlega aftur.

Borlänge var líka ágæt. Gaman að hitta Önnu og Martin loksins. Hápunktar Borlänge eru matarkyns, lasagne að hætti Önnu og kanelís í Kupolen. Svo var gaman að heilsa aðeins uppá Jussa Bjölling, helsta stolt Borlänge.

Gotland er gott land. Það var gaman að vera á Gotlandi. Silvía Nótt á veröndinni. Sólarlagið fyrsta kvöldið. Visby glass (ég geri mér ferð einn daginn, bara fyrir þennan ís). Texmextallrik. Lambasteik með gratíneruðum kartöflum. Krummi svaf í klettagjá ítrekað á veröndinni. Miðaldamarkaðurinn. Miðaldaflugeldar. VW rúgbrauð. Maurar. Besta kaffihús á Gotlandi (Wallins café sem við fundum en fúlsuðum við). Adelsgatan. Effes. Dropasteinshellar. Villta vestrið. Broddgöltur.

En hápunktur ferðarinnar í heild sinni fyrir mér voru tveir gotlenskir hrútar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *