Daríræ

Ég er veik heima í dag. Er með hálsbólgu og hita. Það er fúlt. Vonast til að ná þessu úr mér sem fyrst, má ekkert vera að því að vera veik.

Við Óli áttum notalega helgi í sumarbústað í Brekkuskógi um síðustu helgi. Vorum voða dugleg að læra milli þess sem við elduðum okkur góðan mat og hengum í heita pottinum. Óli las einhverjar 500 blaðsíður en ég líklega ekki nema 50 en ég var samt dugleg að vinna í verkefninu sem er næst á dagskrá hjá mér. Mæli með svona lærdóms- og rólegheitahelgum í bústað.

Ég fór í próf á fimmtudaginn. Veit eiginlega ekkert hvernig það gekk en það kemur í ljós núna í vikunni. Þetta er eina prófið sem ég þarf að taka á önninni, restin eru „bara“ verkefni.

Það er spennandi dagskrá næstu helgar hjá mér. Landsfundur Upplýsingar um næstu helgi, sumarbústaðaferð Þjóðbrókar helgina þar á eftir og svo er Ólinn minn að útskrifast 21. október. Hann er búinn að fá einkunn fyrir BA-verkefnið og það var glæsileg nía. Hann er semsagt jafnklár og ég 😉